Sameinaðir kraftar í lofti, á láði og legi

Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála í samræmi við lög frá 30. nóvember 2012. Stofnunin heyrir undir innanríkisráðuneytið og er ætlað að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Samgöngustofa fer með stjórnsýslu samgöngumála og annast eftirlit er varða flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. Öll verkefni sem áður heyrðu undir Flugmálastjórn Íslands og Umferðarstofu hafa færst til Samgöngustofu, svo og stjórnsýslu- og eftirlitsverkefni Siglingastofnunar Íslands auk leyfisveitinga og umferðareftirlits sem áður voru á hendi Vegagerðarinnar. Samhliða færðust framkvæmda- og rekstrarverkefni Siglingastofnunar til Vegagerðarinnar.

Athuga ber að öll gögn sem merkt eru Flugmálastjórn Íslands, Siglingastofnun Íslands eða Umferðarstofu munu halda gildi sínu áfram og útgefin starfsleyfi gilda út skilgreindan gildistíma sinn.

Þar til nýr vefur Samgöngustofu verður tilbúinn verða vefir eldri stofnananna nýttir en þá má finna hér á vinstri hliðarstiku. Fyrst um sinn starfar Samgöngustofa á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Móttaka flugmála og siglingamála er í Vesturvör 2 og umferðarmála í Borgartúni 30. Auk þess hefur stofnunin starfsstöðvar á Ísafirði, Akureyri og Stykkishólmi.


Störf í boði

English

On 1 of July 2013, the Icelandic Transport Authority (ICETRA) became operational. With its establishment, all administrative and oversight in the field of transport were combined and tasks formerly conducted by the Icelandic Civil Aviation Administration (ICAA) and the Road Traffic Directorate, as well as all administrative and monitoring tasks by the Icelandic Maritime Administration (IMA) and the Icelandic Road Administration (ICERA), were taken over by the new Authority.

The locations of the respective headquarters of the former Road Traffic Directorate, the Icelandic Maritime Administration and Icelandic Civil Aviation Administration will remain unchanged for the time being.

Further information may be obtained on these temporary websites:

Hafðu samband - Contact